Kökureglur

Með aðgangi og flettingum á síðunni, má Sky-tours geyma og skrá IP-tölur, notandastillingar, eða tegund tækis sem notað er, í þeim tilgangi að safna saman tölfræði varðandi fjölda heimsókna og umferð á vefnum, sem og bjóða notendum uppá persónulegri upplifun eða gera þeim kleift að skrá sig inn á öðrum tækjum.

Hvað eru kökur?

Kökur eru litlar skrár sem eru geymdar í tölvunni þinni. Þær innihalda upplýsingar frá þér og gera netþjóninum kleift að sérsníða síðuna eftir tölvunni þinni, harða disknum, snjallsímanum eða spjaldtölvunni (héðan í frá verður vísað í þessa hluti sem „tæki“). Seinna meir, ef þú kemur aftur á vefsíðuna okkar, ber hún kennsl á kökurnar. Þær eru aðallega notaðar til þess að bæta virkni vefsíðunnar okkar sem og veita eiganda síðunnar viðskipta- og markaðsupplýsingar.

Heimild fyrir notkun á kökum á vefsíðunni okkar

Með tilkynningunni um notkun á kökum á vefsíðunni okkar og kökureglum okkar, samþykkir þú á notkun á kökum eins og þær koma fram hérmeð því að vafra um vefsíðuna okkar, nema að þú breytir stillingunum á vafranum þínum og slökkvir á þeim. Þetta á við um en takmarkast ekki við: að loka kökutilkynningunni á heimasíðunni, fletta í gegnum vefsíðuna, smella á einhvern hluta af vefsíðunni o.s.frv.

Tegundir af kökum í notkun á síðunni

Þessi síða notar hugsanlega einhverjar af eftirfarandi kökum, hvort sem þær séu frá vefsíðunni sjálfri eða þriðja aðila:

  • Tæknilegar kökur: Þessar kökur eru nauðsynlegar til þess að gera þér kleift að nota vefsvæðið. Slíkar kökur eru vistaðar og gilda aðeins tímabundið. Þessar kökur vista engar varanlegar upplýsingar á tölvunni þinni. Þær eru nauðsynlegar við stjórn upplýsingaflæðis og samskipta, innskráningar, verslunar, greiðslu og fleiri slíkra aðgerða.
  • Kjörstillinga kökur: Megin hlutverk þeirra er að forðast það að mæla með hlutum fjarri þínu áhugasviði og bjóða þér frekar auglýsingar miðaðar við þig, út frá t.d. tungumáli eða fyrrum skoðaða áfangastaði.

Gagnsemin af slíkum kökum er byggð á tímabundnu eftirliti á vefvöfrun. Notandinn hefur þann valkost að eyða slíkum kökum áður en hann flettir öðrum síðum á vefsíðunni.

  • Atferliskökur: Tölfræðilegar kökur gera okkur kleift að skrásetja endurkomu gesta og sjá hvaða efni er vinsælast. Þannig getum við lagt meiri áherslu á að bæta svæði sem eru mest skoðuð og hjálpað notandanum að finna það sem hann leitar að.

Sky-tours má nota upplýsingarnar við heimsókn þína til þess að gera mat á nafnlausum upplýsingum, sem og tryggja áframhald í þjónustu eða bæta vefsíðuna. Þessar upplýsingar skulu ekki vera notaðar í öðrum tilgangi. Sky-tours má einnig nota kökur er varða þriðja aðila.

  • Auglýsingakökur:Þær gera auglýsingunum á vefsíðunni eða annarstaðar að vara persónulegri og í takt við áhugasvið þitt, byggt á, t.d., fyrri leitir af áfangastöðum eða annari notkun á vefsíðunni. Sky-tours má einni nota auglýsingakökur er varða þriðja aðila.
  • Samfélagsmiðlakökur: Þessar kökur gera þér kleift að deila vefsíðunni okkar og smella á „Like“ á samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Twitter, Google+, Youtube o.s.frv. Þær gera þér líka kleift að eiga við efni á hverjum vettvangi fyrir sig. Leiðirnar sem eru farnar í því að safna þessum upplýsingum eru samkvæmar friðhelgisstefnu hvers samfélagsmiðils fyrir sig.
  • Dílamerki: Þessi tækni gerir okkur kleift að skrásetja hegðun notenda, bæði á vefnum sem og í tölvupósti.

Þú getur skoðað allar Sky-tours kökurnar í vafranum þínum hvenær sem er og eytt þeim.

Stjórn á kökum

Hafa skal í huga að ef kökur eru ekki virkar á tækinu þínu gæti reynslan þín á vefsíðunni verið afar takmörkuð.

Þú hefur líka þann valkost að afturkalla samþykkið þitt á notkun Sky-tours á kökum hvenær sem er, með því að stilla vafrann þinn eins og fram kemur hér fyrir neðan:

- Microsoft Internet Explorer, farðu í "Tools", veldu "Internet Options" og svo "Privacy".

- Firefox, fyrir notendur Mac, farðu í "Preferences", veldu "Privacy" og svo "Show Cookies". Fyrir notendur Windows, farðu í "Tools", veldu "Options", svo "Privacy" og að lokum "Use custom settings for history".

- Safari, farðu í "Preferences", veldu svo "Privacy".

- Google Chrome, farðu í "Tools", veldu "Options" ("Preferences" í tilfelli Mac notenda), svo "Advanced" og að lokum "Content Settings" undir„Privacy“dálknumog hakaðu í "Cookies" í "Content Settings" valmyndinni.